english
deutsch

Um flóru:

Opnunartímar:

Sérvaldir opnunartímar,
fylgstu með
Flóru á Facebook.

Flóra er verslun, viðburðar­staður og vinnu­stofur. Flóra býður upp á vörur úr íslenski og þýskri menningarflóru, viðburði og sýningar.

Flóra er til staðar í Hafnar­stræti 90, í miðbæ Akur­eyrar.

Verslun:

Flóra býður upp á sérvalda muni úr íslenskri og þýskri menningar­flóru. Áherslan er á áfram-nýtingu, endurnýtingu og nýja muni sem eru framleiddir í heimaframleiðslu eða hjá litlum framleiðendum undir vænum kringumstæðum fyrir fólk og náttúru. Í flóru má meðal annars finna fatnað, hunang, kaffi, bækur, tímarit, myndlist, kerti, krúsir, dúka, flöskur, töskur, tuskur, reykelsi.

inside flóra inside flóra inside flóra inside flóra

Viðburðir:

Flóra stendur fyrir sýningum, viðburðum og uppákomum. Arna Guðný Valsdóttir, myndlistarkona var fyrst til að sýna í kjallara Flóru, en á eftir henni komu Þórarinn Blöndal og svo Snorri Ásmundsson, myndlistarmenn. Í júní 2011 voru stutt­myndir Ellu von der Haide “Another World is plantable” sýndar og ræddar. Á Akureyrarvöku 2011 stóð Flóra fyrir gjörningnum “Menningarbrautin” ásamt Mjólkurbúðinni.

inside flóra inside flóra inside flóra

Vinnustofur:

Níu manns eða aðilar eru með vinnustofu í Flóru: Agnes, Elín Hulda Einarsdóttir/recycled by elin hulda, Hlynur Hallson, Inga Björk Harðardóttir, Kai-merking/Auður Helena Hinriksdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Marta Kusinska, Sigurjón Már Svanbergsson, Þórður Indriði Björnsson. Unnið er að gullsmíði, endurgerð húsmuna, saumum, í gler, filmur, að rannsóknum, myndlist, skrifum, textíl, málun, ljósmyndun og ýmsu fleiru. Flest þeirra sem eru með aðstöðu í Flóru vinna að sýnu í fullu starfi. Sameiginleg áhersla er á endurnýtingu, skapanda og verkmenningu.

Staðsetning: