Opnunartímar:
Sérvaldir opnunartímar,
fylgstu með
Flóru á Facebook.
Flóra er verslun, viðburðarstaður og vinnustofur. Flóra býður upp á vörur úr íslenski og þýskri menningarflóru, viðburði og sýningar.
Flóra er til staðar í Hafnarstræti 90, í miðbæ Akureyrar.
Flóra býður upp á sérvalda muni úr íslenskri og þýskri menningarflóru. Áherslan er á áfram-nýtingu, endurnýtingu og nýja muni sem eru framleiddir í heimaframleiðslu eða hjá litlum framleiðendum undir vænum kringumstæðum fyrir fólk og náttúru. Í flóru má meðal annars finna fatnað, hunang, kaffi, bækur, tímarit, myndlist, kerti, krúsir, dúka, flöskur, töskur, tuskur, reykelsi.
Flóra er með vörur eftirtalinna framleiðanda og listafólks:
Anna Sigga Hróðmarsdóttir Aðalheiður Eysteinsdóttir Auður Helena Hinriksdóttir ásta créative clothes Engel g=9.8 George Hollanders Hadda hespa Hlynur Hallsson Hlýjar flíkur Hrefna Harðardóttir Hugi Hlynsson Hæfingastöðin Skógarlundi Karl Guðmundsson Imker Klaus‑Volker Link Íris Ólöf Jón Laxdal Júlía Runólfsdóttir Kaffismiðja Íslands Karl Guðmundsson Kimi Records Mandala Munstur og Menning Organella Ólafur Sveinsson Rannveig Helgadóttir Selana Snorri Ásmundsson Sælusápur stubbur Sturm‑Strick urta islandica Unnar Örn Útúrdúr Wilde 10 ofl.
Flóra stendur fyrir sýningum, viðburðum og uppákomum. Arna Guðný Valsdóttir, myndlistarkona var fyrst til að sýna í kjallara Flóru, en á eftir henni komu Þórarinn Blöndal og svo Snorri Ásmundsson, myndlistarmenn. Í júní 2011 voru stuttmyndir Ellu von der Haide “Another World is plantable” sýndar og ræddar. Á Akureyrarvöku 2011 stóð Flóra fyrir gjörningnum “Menningarbrautin” ásamt Mjólkurbúðinni.
Níu manns eða aðilar eru með vinnustofu í Flóru: Agnes, Elín Hulda Einarsdóttir/recycled by elin hulda, Hlynur Hallson, Inga Björk Harðardóttir, Kai-merking/Auður Helena Hinriksdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Marta Kusinska, Sigurjón Már Svanbergsson, Þórður Indriði Björnsson. Unnið er að gullsmíði, endurgerð húsmuna, saumum, í gler, filmur, að rannsóknum, myndlist, skrifum, textíl, málun, ljósmyndun og ýmsu fleiru. Flest þeirra sem eru með aðstöðu í Flóru vinna að sýnu í fullu starfi. Sameiginleg áhersla er á endurnýtingu, skapanda og verkmenningu.